Hvar annars staðar en í Los Angeles finnur maður íbúð sem er stútfull af allskyns góssi!
Þarna finnum við brjálæðislega flott málverk, fallega hönnun, bjarndýrafeld á rúmi, glimmer og glitter og það allt blandað saman svo úr verður ein skemmtilegasta og líflegasta íbúð sem augun hafa litið.
Íbúðin er staðsett á nítjándu hæð svo útsýnið er stórkostlegt. Innanhússhönnunin leyfir útsýninu að njóta sín og dregur ekkert úr því. Ævintýraleg röðun hluta veldur því að þér finnst þú stödd í tímavél og komin á tímabilið 1980-1990.
Antík húsgögn, lúxus hönnunar húsgögn og munir, tíska og húmor er það sem einkennir þessa flottu og öðruvísi íbúð. Tilfinningin er eins og að ganga inn á vel innréttaðan og flippaðan skemmtistað.
Þessi íbúð er klárlega ein af þeim flottari sem til eru og ég ímynda mér íbúana þarna koma heim, fleygja sér í bleika kínverska silkisloppinn, smella loðnu inniskónum á sig og sitja svo með kampavín í annari og langa gervi sígarettu (raf) í hinni.
Algjört æði, þessi íbúð fær fullt hús stiga frá mér!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.