Í Grindelwald eða “glacier village” í Sviss er þessi reisulegi fjallakofi með 5 lúxus íbúðum og nokkrum veislusölum.
Það er ekkert til sparað við hönnun þess og útkoman er hreint út sagt glæsileg. Það er eitthvað svo hlýlegt við þessi bjálkahús. Viðurinn í veggjum, lofti og gólfum passar vel við hreindýrafeldina og hvíta litinn í húsgögnunum. Hreinlegt og hlýlegt. Takið eftir svefnherbergjunum, þau eru bara falleg! Skemmtileg hönnun á ferð.
Svei mér þá ef það kemur ekki upp skíðafiðringur í mann við að skoða myndir af svona fegurð. Dásamlegt!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.