Eftir nokkrar vangaveltur og spekúlasjónir hef ég ákveðið að mála stofuvegginn hjá mér bláan. Í þessum bláa lit sem sjá má hér að ofan.
Það er eitthvað svo kósý við þennan lit og svo verður svo fallegt að skreyta hann með myndum þegar bakgrunnurinn er svona blár.
Ég á ramma sem eru úr kopar en svo fara flestir aðrir litir vel við þennan lit. Að minnsta kosti litirnir sem eru heima hjá mér.
Á lítinn vegg við hliðina á langar mig svo að finna eitthvað fallegt blátt veggfóður með mynstri í sama lit.
Hér fyrir neðan er smá myndasafn sem ég tók saman af Pintrest – 50 shades of blue…
Taktu eftir því hvernig stólarnir hér við borðið eru báðir í bláum lit og appelsínuguli stóllinn er í lit sem tónar við mottuna. Allt tengt svona saman með litunum. Vasi í hillu og málverkið innihalda líka bláa litinn.
Þessi litur er mjög dökkblár en mér finnst fallegt hvernig myndirnar eru settar á vegginn og svo virðist karrígulur eða svona jarðgulur tóna einstaklega vel við alla bláa liti.
Þessi stofa er alveg æðisleg. Hvað með að tylla sér í þessa slitnu stóla, draga fram rauðvín og tarotspil og fara aðeins yfir framtíðina? Meira að segja arininn að innan er blár.
Hér kemur svo dásamlega fagurt blátt veggfóður sem myndi sóma sér svo vel á litla veggnum við hliðina á sem aðskilur opið eldhúsrými frá stofunni. Silfur/kopar teikningin á veggfóðrinu gefur þessu algjört úmpf.
Aftur er það guli liturinn sem tónar við þann bláa. Hér er einskonar strigaveggfóður. Mjög fallegt og hlýlegt.
Franskt og flott. Það er mikil stemmning í þessu. Svo mun ég auðvitað leyfa þér að fylgjast með þróun mála. Fyrir og eftir.
I’m blue daridiraridamm…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.