Myndarammar eru ómissandi á fallegum heimilum. Við römmum inn myndir af ástinni, börnunum, hundinum, kettinum, allri fjölskyldunni, rokkgoðinu okkar… já, myndarammar geyma það sem gleður augað og góðar minningar.
En sumir eru algerlega vonlausir í að hengja myndir upp á vegg og aðrir hafa lítinn áhuga á að ráðast á vegginn með hamar í hönd og byrja að negla. Svo eru það þau sem eru með steinveggi sem þarf að bora fyrst með borvél til að koma einum nagla í vegginn.
Einföld lausn er að raða myndarömmunum í eina heild í gluggakistu eða á gólfið en það á við um stóra myndaramma. Svo er hægt að fá sér góða hillu undir myndarammana en þá er hægt að raða myndarömmunum á hillunna og það kemur fallega út. Einnig er auðveld lausn að leyfa römmunum að standa upp við vegg á gólfinu. Ekki flókið mál.
Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir heimilið, smelltu á myndirnar til að skoða betur:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.