Alveg hefði ég gefið annan handlegginn á mér þegar ég var yngri fyrir eitt svona hús.
Ég byggði “hús” úr öllum mögulegum hlutum. Skellti lökum yfir rúmið mitt, bjó til tjald úr teppum og skellti púðum, borðum og stólum inn í tjaldið og hélt kaffiboð fyrir dúkkurnar. Snjóhús voru líka mjög vinsæl þar sem hægt var að setja kertaljós í snjóhillurnar inn í húsinu.
Já, ég hefði gert mikið fyrir að eignast eitt svona hús. Að vísu hefði ég gert foreldra mína brjálaða því ég hefði endalaust verið að mála veggina og biðja um ný húsgögn í fallega húsið. En það er allt annað mál…
Þessi fallegu hús eru hönnuð og framleidd af Smartplayhouse og hægt er að panta þau í hvaða stærð sem er. Flest öll húsin frá þeim eru hönnuð sem útihús og bestu fáanlegu efnin eru notuð í framleiðslu þeirra svo þau endist ár frá ári. Einnig er hægt að fá minni útgáfu af nokkrum týpum sem innihús.
Húsin eru hönnuð í nútíma stíl og eru bæði falleg og skemmtileg. Ég efast ekki um að mörg börn væru til í eitt svona í bakgarðinn heima hjá sér, algjör snilld!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.