Í byrjun 19 aldar þjónaði þetta fallega hús því hlutverki að vera vatnsmylla. Það er staðsett í North Wales og er metið á eina milljón dali eða um 125 milljónir isk. Úff..enda erum við að tala um hönnunarmeistaraverk!
Mikill hluti var endursmíðaður en örfáir veggir fengu þó að halda sínu upprunarlega formi. Hlaðnir veggir á móti hvítum módern veggjum. Eins og sést vel hérna í eldhúsinu en eldhúsið er með hvítum nettum innréttingum. Á móti blasir við hlaðinn veggur sem er upprunarlegur og við hlið hans er glerveggur, þannig er samspil léttra og þungra hluta í fullkomnu jafnvægi í þessari fallegu og vel heppnuðu hönnun.
Aðal svefnherbergið skartar þessu ofur fallega baðkeri! — það væri svo sannarlega ekki amarlegt að eiga svona fínt hús. Rúmið er einnig sérsmíðað úr gegnheilli eik og bæsuð í dökkum lit en flest húsgögnin eru sérsmíðuð úr gegnheilum við til að gera heildarmyndina í takt við húsið sjálft.
Hönnuðum tekst ansi vel upp með þetta fallega og ævintýralega flotta hús. Draumur í dós.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.