Það má að það sé skemmtilegast að hanna barnaherbergi því þar mega fantasíur, litir og fjör eiga heima
Til að poppa upp einfalt barnaherbergi er mjög auðvelt að skella veggfóðri á eins og einn vegg.
Veggfóður koma í allskonar litum og áferðum en vinsælustu veggfóðrin um þessar mundir eru veggfóðrin frá Ferm living og eins öll veggfóður með dýramyndum á, eins og til dæmis uglum.
Uglurnar tákna visku og eru fallegar fyrir bæði kynin fyrir börn allt upp í 8-10 ára gömul.
Sum veggfóður eru í ljósum og léttum litum með einföldum formum og skapa róandi stemningu í barnaherbergið. Vegghillur með bókum eða öðru skrauti henta líka einkar vel á vegginn þar sem veggfóðrið er á.
Endilega kíktu á þessar myndir til að fá smá innblástur og skoða úrvalið sem til er…
_________________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.