Í þessu flotta húsi spila litir og form skemmtilega saman
Litirnir eru frísklegir og skapa góða stemningu en þeir eru einungis notaðir með fallegum húsgögnum. Húsgögnum sem eru sérstök og oft öðruvísi en hin hefðbundnu húsgögn. Allir veggir eru hvítir og innréttingarnar úr fallegum við.
Þegar litirnir, formin í húsinu og hönnun húsgagnanna blandast saman er útkoman svona létt og flott. Einstakir og skemmtilegir hlutir krydda híbýlið eins og þetta fallega fótboltaspil sem er í rauðum lit. Stór og mikil kú stendur í stofunni og setur mikinn svip á rýmið, enda alveg meiriháttar töff. Ekki vera hrædd við að planta stórum hlutum í stofuna hjá þér. Það er bara svalt.
Smart, töff, líflegt og skemmtilegt… fágað og svalt.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.