Heitasta trendið fyrir heimilin í dag eru vörur með marmaraáferð eða úr marmara
Skálar, kertastjakar, bakkar og borð eru með því heitara sem sést hefur þessa dagana og af nægu er að velja ef þig langar í einn hlut úr marmara heim til þín. Auðvitað er algjör klassík að hafa marmara eða granítstein milli eldhússkápa og eins á baðherbergjum sem flísar á veggi og gólf nú eða borðplötuna í kringum vaskinn.
Marmarabakkar eru vinsælir undir kerti, skálar og annað skraut enda mikill karakter í þeim.
Ýmsar erlendar netverslanir bjóða upp á filmur til að setja yfir fartölvur, þessi fína filma er einmitt í marmara útliti og er ótrúlega flott.
DIY – hér hefur sófaborðið Klubbo úr Ikea fengið nýtt útlit með marmara filmu, kemur þrælvel út og einfalt að útfæra
Sjálf er ég mjög hrifin af bökkum með marmara útliti, svo eru ótal margar útgáfur af skrauti sem hægt er að fegra bakkana með, bæði einfalt og skemmtilegt að breyta til fyrir sérstök tilefni, til dæmis jólin.
Þessi litla sæta marmaraskál fæst í Hrím og er bara flott undir smá sælgæti, jólakúlur eða köngla til dæmis.
Ferm living hannar þessi æðislegu borð og sóma þau sér vel hvar sem er…borðin fást einnig í Hrím.
Fallegir bakkar og glös sem hægt er að nota til dæmis á baðherbergjum. Þessir fást í H&M Home deildinni.
Svo er endalaust hægt að gera sína eigin útgáfu af marmara hlutum með einföldum ráðum, til dæmis með því að kaupa marmaralímmiða og með því er hægt að breyta gömlum hlutum í nýja á augabragði.
Svona límmiðar fást til dæmis hér í netversluninni Design your wall en þar eru margar skemmtilegar, flottar, ódýrar og sniðugar lausnir.
Prófaðu að flíkka upp á eitthvað heima hjá þér með þessu skemmtilega trendi sem á sama tíma verður alltaf klassískt eins og þessi eðalsteinn.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.