Erlendis hefur það orðið æ vinsælla að mála gamlar tröppur/stiga í öllum litum bæði innandyra sem utan
Margir skella uppáhaldsljóðinu sínu á hverja tröppu fyrir sig. Laglínu úr uppáhaldslaginu sínu eða einfalda ástarjátningu til maka síns. Þetta er afskaplega auðveld leið til að flykka upp á gamla þreyttar viðartröppur/stiga. Stiginn fær algjörlega nýtt hlutverk og bæði gleður og er fallegri en þreytta lúkkið sem var á honum fyrir.
Eins er ágætt að reyna að stækka stigaganga milli hæða í gömlum húsum með því að nota ljósa liti og mála rendur á veggina. Sjá myndina fyrir og eftir hér fyrir ofan. En þar sést vel hvernig ljósi liturinn stækkar rýmið og hvernig rendurnar á veggnum hjálpa til með að rýmið virðist stærra en það er. Þetta gæti hentað vel í stigagangi til dæmis.
Kostnaðurinn við þessar breytingar eru ekki miklar, bara málning, pensill og smá hugmyndaflug.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.