Hvað er betra en fallegt baðherbergi? Baðherbergi þar sem þú getur slakað á, gleymt stað og stund.
Moma design er ítalskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í baðherbergjum og það lúxus baðherbergjum. Lúxusinn er á hæðsta stigi og minna baðherbergin á lúxus svítur í draumaheimi.
Flísarnar eru dásamlegt samspil milli kaldra og heita litatóna. Taktu eftir hvað það eru notaðar margar týpur af flísum á eitt baðherbergi og hvað það kemur vel út.
Skilrúmin gefa rýminu einstaklega skemmtilega birtu þegar kvölda tekur. Steinarnir eru bara til að setja punktinn yfir i-ið enda dásamlegir þarna á eikar gólfinu. Verulega smart baðker. Algjör sæla eflaust að liggja í þessu keri.
Stórar og rúmgóðar sturtur eru eitt af þeirra aðal hönnun, enda fátt eitt betra en að hafa rúmgóða sturtu. Sjáðu þetta fallega málverk, erótískt og smart sem hentar vel á baðherbergi svo ég tali nú ekki um þetta gómsæta baðker…
Hérna er útsýnið algjört ævintýri. Heiðblár sjórinn og gluggar á allar hliðar. Dásemd ein, enda er kampavínsflaskan og glösin til taks þegar kvöldar tekur og þá gerast eflaust ævintýrin á þessum bæ.
Svo gaman að sjá flott hannaða stóla á baðherbergjum, þeir koma svo vel út. Veita ákveðan karakter á rýmið og gefa heildinni skemmtilegan blæ.
Málverk, sófi og RISA baðker. Er hægt að biðja um mikið meir? Já..ekki gleyma þessu stórkostlega útsýni, þvílík dásemd!
Elska þessa hönnun frá Moma design, þvílík hönnun, glæsileiki og karakter..glæsileiki og glamúr alla leið!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.