Louis Poulsen kíktu í heimsókn til listamannsins Tenka Gammelgaard og fengu að taka myndir af ljósunum sínum heima hjá henni fyrir nýjasta bæklinginn sinn.
Bæklingurinn er hannaður fyrir heimili og þeir vildu sýna ljósin sín á alvöru heimili í staðin fyrir að nota hið venjulega form, uppstillingu. Heimili hennar er mjög listrænt en hún vinnur verkin sín á heimilinu sínu og ég verð nú að viðurkenna að ljósin þeirra njóta sín ansi vel heima hjá henni. Enda njóta þau sín nánast hvar sem er.
Lúxus ljósahönnun á ferð þarna… Þú getur kíkt á heimasíðu Tenku hér til að fá alla söguna.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.