Húsið er nýuppgert í nútímalegum stíl, mjög skandinavísk hönnun, frekar létt og ljós.
Ljós askur er á gólfum, veggirnir hvítir og innbyggð lýsing í loftum og hillum. Veggirnir hafa margir hverjir fengið innbyggðar hillur og eru hillurnar lýstar upp. Kemur ótrúlega vel út og flott “display” fyrir fallega muni heimilisins.
Stórir og fallegir gluggar eru á húsinu, bjart og fallegt. Húsið sjálft er 220 fermetrar á stærð. Herbergin eru fimm, tvö niðri og þrjú á efri hæðinni. Á efri hæðinni er líka eldhús og stofa en fallegur arinn er í miðju þess rýmis og nýtur hann sín stórkostlega. Stór verönd er kringum húsið og minimalisminn allsráðandi.
Einstaklega falleg hönnun á ferð og skemmtilegir fídusar í lýsingunni um allt hús.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.