Fallegar ljósakrónur eru mikil prýði á heimili en hér gefur að líta eina sem ber algjörlega af í hönnun.
Það eru dönsku listamennirnir Hilden & Diaz eða Thyra Hilden og Pio Diaz sem eiga heiðurinn að þessu flotta ljósi sem þau kalla, “Forms of Nature”.
Krónan er samsett úr hvítum ‘trjágreinum’ sem kasta skuggum á loft og veggi herbergisins með þeim hætti að þér finnst þú vera stödd í miðjum skógi. Einstaklega ævintýralegt og fallegt!
Miklir snillingar þessir hönnuðir og örugglega dásamlegt að eiga svona ljós heima hjá sér en þú getur forvitnast meira um Hilden & Diaz HÉR.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.