Oft langar okkur til að breyta heimilinu hjá okkur fá lit inn í stofuna, svefnherbergið eða eldhúsið. Lífga aðeins upp á tilveruna okkar með litum…
En þá kemur oft upp spurningin hvaða lit á maður að velja? Verð ég ekki leið á honum? Passar hann við hin húsgögnin?
Það er um að gera að fá sér litað húsgagn til að brjóta upp hið venjulega norm. Ekki vera hrædd við litina. Frekar að byrja á einhverju litlu sem auðvelt er að skipta út eða jafnvel mála yfir ef þú færð leið á litnum.
Eins er auðvelt að fá sér rúmteppi eða rúmföt í sterkum fallegum lit og þá ertu búin að breyta svefnherberginu svo um mun. Einn fallegur stóll í lit við eldhúsborðið breytir líka ansi miklu og kemur smá kryddi í eldhúsið..poppar dæmið aðeins upp.
Hérna eru nokkrar myndir af húsgögnum í lit svona til að koma hugmyndafluginu af stað. Gangi þér vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.