Öll börn vilja eiga fallegt herbergi til að hvílast og leika sér í. Að mála herbergið í fallegum lit gerir kraftaverk og eins má mála skemmtileg mynstur á veggina, eða fá vegglímmiða til að skreyta veggina. Reyndu að hafa herbergið glaðlegt en hlýlegt þannig að barninu þínu líði vel inn í því.
Fallegt barnaherbergi þarf hins vegar ekki að kosta mikið því oftast er hægt að taka herbergið í gegn með því einu að mála það og endurraða húsgögnum.
Hægt er að kaupa húsgögn í hinum ýmsu litum, í flestum húsgagnaverslunum en einnig má endurvinna gömul húsgögn á einfaldan hátt, t.d. gamla skápa og kommóður með því að pússa þær upp, mála og skipta um hnúða.
Gardínur og gólfmottur gera mikið fyrir herbergið auk litríkra leikfanga, bangsa og púða eða jafnvel listaverk eftir barnið sjálft. Myndir á veggi eru líka nauðsynlegar til að gera barnaherbergið enn persónulegra, og um að gera að hengja upp listaverk eftir barnið sjálft í bland við fjölskyldumyndir.
Hér eru nokkrar hugmyndir að hlýlegum og fallegum barnaherbergjum…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.