Hér gefur að líta frekar krúttlega og heimilislega íbúð í Köben en hér er búið að blanda saman hlutum úr öllum áttum. Bæði nýjum og gömlum.
Litadýrðin eins og á gay pride. Allar helstu reglur varðandi innanhússhönnun þverbrotnar en samt kemur þetta vel út. Kannski af því að hlutunum er mjög smekklega raðað saman, alls ekki of mikið á hverjum stað.
Sófinn er einstaklega kósí og býður fólk hreinlega velkomið því hann virkar svo þægilegur. Eldhúsið er mjög heimilislegt og eflaust vinsælt fyrir börnin að læra heima þar. Gítararnir setja skemmtilegan svip á stofuna og eins ljósakrónan í horninu.
Bara kósí!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.