Fyrir nokkrum árum var mikið um hálf svart-hvítar og einfaldar íbúðir þar sem allt þurfti að vera glænýtt, í stíl og frekar sterílt. En nú er að færast í aukana að skærir litir og einstakir munir á heimilum fái að njóta sín…
…Díana sýndi okkur einmitt um daginn litríkt heimili í London þar sem að allir regnbogans litir voru áberandi og þeim var blandað saman á flottan hátt. Skemmtilegt að sjá heimili þar sem ekkert er endilega í stíl en allt fúnkerar samt svo vel saman.
Hér fyrir neðan eru myndir úr öllum áttum sem sýna heimili og herbergi þar sem litir, mynstur og mismunandi áferðir eru áberandi. Hressandi og fallegt!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.