Þessi sniðuga íbúð er í Montruage í Frakklandi…
…Íbúðin er aðeins 50fm á stærð og til að nýta plássið sem best var ákveðið að setja svefnherbergið upp á sérsmíðaðan pall. Þetta er auðvitað bara hægt ef lofthæðin er nógu mikil en lofthæðin í húsum í Frakklandi og Ítalíu sérstaklega er oftast mun hærri en hjá okkur hérna á Íslandi.
Með þessari frábæru lausn sköpuðu þau sér meira pláss fyrir stofuna og eldhúsaðstöðuna, útkoman er hreint og beint frábær.
Krúttleg, mega smart lítil íbúð með hrikalega flottum design húsgögnum. Takið eftir litunum og hversu óhræddur eigandinn er við að blanda ólíkum hlutum saman.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.