Heimili þetta var hannað fyrir ungt par en bæði vildu vinna heima…
Hann er matreiðslumaður og hún er fatahönnuður. Íbúðin er lítil svo það þurfti að endurskipuleggja hana með það í huga að tvær rúmgóðar vinnustofur væru í íbúðinni. Eldhúsið var sérstaklega hannað með öllum helstu áhöldum til að geta matreitt dýrindis mat og hún fékk góða aðstöðu til að teikna og sauma.
Eins voru þau með aðra ósk og það var að stofan þurfti að vera góð til að taka á móti gestum. Svefnherbergið var því hannað þannig að það er bakvið og er frekar nett en það sem einkennir þessa litlu flottu íbúð er þó litavalið. Íbúðin er frekar hrá, múrveggir og timbur ásamt fallegum bláum túrkislit sem gerir hana sérstaka og sýnir að þarna býr ungt skapandi fólk.
Virkilega skemmtilegt að sjá þessa flottu litasamsetningu og hvernig hver hlutur fær sinn stað og nýtist einstaklega vel í þessu litla rými.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.