Það fara saman fegurð og krúttlegheit í þessu fallega sumarhúsi sem stendur við sjóinn einhversstaðar í Svíþjóð.
Já, áfram höldum við að skoða skandinavíska hönnun. Léttleikinn, fegurðin og þægilegheitin eru allsráðandi í þessu yndisfagra húsi. Húsið er hvítt timburhús umkringt stórum vel grónum garði. Blómin eru í blóma og tréin skarta sínu fegursta á þessum árstíma. Það var byggt árið 1921 og það er búið að halda því einstaklega vel við.
Gólfin eru hvít, veggirnir hvítir og með sætu veggfóðri sem fer ákaflega vel við húsgögnin. Taktu eftir sófaborðinu, það er gamall kistill sem eru pússaður upp og lakkaður og er bara flottur. Hvíti sófinn er kannski ekki praktískur en hann sómir sér hér í þessari flottu stofu.
Algjör dásemd! Sjáðu hvernig hlutunum er raðað, þeir passa ótrúlega vel saman og gefa heildinni þennan rómantíska blæ
Eldhúsið er rúmgott, dálítil blanda af ítölskum og skandinavíska stílnum. En á Ítalíu eru eldhús oft í stærri kantinum þar sem það er það er einnig nýtt sem fjölskyldurými.
Hér er allt til alls til að skapa gott fjölskylduboð, matarboð með vinum eða bara hafa það kósi með sínum uppáhalds.
Svefnherbergi verða nú ekki mikið meira kósí en þetta. Undir súð og mikið af teppum og púðum. Algjört draumaherbergi
Úti í garðskála er svo að finna rósir og appelsínutré ásamt þessu flotta borðstofusetti. Eflaust dásemd að sitja við kertaljós og snæða góðan kvöldverð úti í þessum ofur sæta garðskála
Yndislegt hús á fallegum stað í Svíþjóð. Eflaust heilsárshús þar sem eigendurnir elska að vera.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.