Eigendurnir eru alls óhræddir við liti og litasamsetningar eins og sést á fallega heimili þeirra
Byggingu hússins lauk núna í mars á þessu ári og eru eigendurnir búnir að koma sér vel fyrir. Stærðarinnar stofa prýðir húsið og góð setustofa sem einungis er ætluð til þess að slaka á, lesa og hafa það gott.
Eldhúsið er í flottum gráum og brúnum tónum og fer vel við hvíta veggi hússins. Mjög stórt og gott vinnupláss er á eyjunni og fallegir barstólar príða endann. Úr eldhúsinu er góð yfirsýn yfir hæðina þannig að sá eða sú sem eldar getur fylgst með samræðum í stofu, borðstofu og jafvel á veröndinni, þar sem hægt er að opna hurðar út á verönd. Algjör draumur!
Þetta er ekkert smá slott! Flottur arkitektúr, æðisleg innanhússhönnun og sjúklega flottir litir út um allt hús!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.