Það er alveg magnað hvað hægt er að gera ef fólk hefur bara nóg af ímyndunarafli og þolinmæði
Jú og auðvitað nokkrar aukakrónur til að framkvæma það sem því dettur í hug. Áður en þetta ótrúlega flotta baðherbergi var tekið í gegn var það bæði gamalt og þreytt og hafði staðið óbreytt frá byrjun. Það var lítið og langt með nánast engri birtu.
Til að fá þetta flotta útlit var ákveðið að setja saman mynd úr helling af litlum mósaíkflísum og mynda þannig andlit úr flísunum. Andlitið kemur vel út og er óhætt að segja að þetta sé með þeim frumlegustu baðherbergjum sem maður rekst á.
Náttúrleg birta er nánast engin í herberginu svo lýsingin var bætt til muna. Til að poppa herbergið upp (til viðbótar við mósaíkmyndina) var ákveðið að setja LED ljós undir vaskinn sem skiptir litum og kemur það vægast sagt vel út.
Klassískt, öðruvísi og mega smart útkoma á baðherbergi með WOW faktorinn vel í lagi!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.