Ef þú þekkir ekki vörumerkið Lisbeth Dahl þá er um að gera að kynna sér hönnun þess því vörurnar frá merkinu eru bráðfallegar.
Vörurnar eru sérlega vandaðar og koma frá Danmörku. Sjálf elska ég nánast allt sem kemur frá Danmörku enda danir þekktir fyrir gæði, fegurð og glæsileika þegar kemur að hönnun fyrir heimili.
Vörumerkið Lisbeth Dahl er með allt frá speglum, kertastjökum, skrautbökkum yfir í glös og bolla. Einnig hefur komið skartgripalína frá Lisbeth Dahl sem er á frábæru verði.
Hönnunin er mjög skandinavísk og fínleg en samt sem áður sérlega töff. Vörurnar fyrir heimilið eru munir sem haldast í tísku næstu árin og eru alltaf fallegir, sama hvaða árstími er.
Lisbeth Dahl hefur hannað vörur fyrir heimili í yfir 30 ár og er merkið orðið þekkt víðsvegar um heiminn fyrir fallega og klassíska hönnun sína. Hjá fyrirtækinu starfa fjölmargir hönnuðir sem leggja sig alla fram við að skapa hönnun sem stenst tímans tönn.
Frá Lisbeth Dahl koma tvær línur á hverju ári og er það alltaf jafn spennandi að sjá nýjustu línu þeirra því oftar en ekki skapa þeir stemningu fyrir árstíðina hverju sinni.
Í myndasafninu má sjá þær vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér en úrvalið er svo miklu meira, kíktu endilega á heimasíðuna hér, eða á Facebook síðuna hér
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.