Danska parið Jeppe Debois Baandrup og Cathrine Lindvig slepptu alveg hugmyndinni um samstæð húsgögn og málverk fyrir ofan sófann þegar þau létu nýja heimilið sitt í hendurnar á hönnuðunum Jonas Westberg og Mads Jacobi.
Parið segist ekki leggja sérlega áherslu á að tjá persónuleika sína með bílnum eða klæðaburði heldur eigi heimilið að sýna hvaða mann þau hafi að geyma.
Og sá maður er nokkuð flippaður. Kýs að fara hina leiðina og hafa allt svona heldur “öðruvísi”. Til dæmis vildu þau alls ekki hafa neinar hurðar á heimilinu og allt átti að vera opið og flæðandi.
Í miðju rýminu stendur svo demantlagaður trékassi en þar er leikherbergi barnanna. Hvaða barn myndi ekki elska þetta?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.