Að þessu sinni er innlit dagsins í smart íbúð í Stokkhólmi
Íbúðin er lítil og nett en snilldarlega sett upp. Ljósir tónar umleika hana og mikið er um ljósgráa tóna sem setja fallegan svip á heildina. Eigendurnir hafa gott auga fyrir smáatriðum og raða hlutum sínum upp á mjög fallegan máta.
Marmarinn (granít) kemur vel út á milli innréttinganna í eldhúsinu. Svo er þessi krani algjörlega dásamlegur!
Eames nýtur sín vel í eldhúskróknum og myndirnar setja punktinn yfir i-ið fyrir heildina.
Dásamlegt að hafa svalir í eldhúsinu, sérstaklega með svona stórum og fallegum hurðum. Eflaust ekki slæmt að byrja daginn á smá kaffisopa út á svölum, bara huggulegt.
Eldhúsinnréttingin teygir sig inn í stofuna og er einnig notuð sem sjónvarpsskápur. Taktu eftir marmara borðinu (granít) sem er í stíl við marmarann á milli eldhússkápanna.
Hérna sjást litatónarnir vel. Hvíttað viðargólf á gangi og í stofu. Veggir hvítir og ljósgráir í svefnherberginu ásamt þykku teppi á gólfi.
Hlýlegt og vel skipulagt svefnherbergi í léttum tónum. Gott auga fyrir smáatriðum og uppröðun hluta.
Svíar eru einnig þekktir fyrir að gera svalirnar alveg einstaklega kósí og þægilegar þó þær séu pínulitlar. Þessar koma mjög vel út. Tveir stólar og lítið borð ásamt kósí sófa með flottum púðum og teppi. Æðislegar alveg!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.