Sumir sjá það sem hindrun í að geta búið vel að búa undir súð en aðrir líta á það sem skemmtilegt tækifæri og nýta sér lögunina þegar verið er að innrétta.
Það má nýta mismunandi lofthæðina með ýmsum hætti og möguleikarnir eru margir. Lýstu upp hornin með standlömpum, notaðu lág húsgögn og há gluggatjöld, allt til að skapa meiri lofthæð og tilfinningu fyrir stærra rými. Stór listaverk njóta sín líka vel, standandi á gólfinu… og speglar á móti gluggum.
Það besta er samt hvað það getur verið kósý að kúra undir súðinni, nær himninum en allir hinir.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.