Skemmtileg svona vöruhús sem er breytt í heimili…
Þetta vöruhús er byggt úr múrsteinum og hefur fengið að halda sér að miklu leyti óbreytt.
Hátt er til lofts og vítt til veggja eins og sagt er en hér hefur verið smíðuð hæð fyrir ofan aðalrýmið sem er notað sem svefnherbergi. Kemur vel út og eflaust mjög kósí að sofa þarna með þetta fína útsýni yfir stofuna og eldhúsið.
Undir hæðinni er baðherbergið, sem er með einum gluggavegg. Frekar óvenjulegt en gefur vissulega góða birtu inn í baðherbergið. Hægt er að loka fyrir gluggana með fallegum þykkum gardínum. Baðherbergið sjálft er með gamaldags baðkeri á fótum og einfaldri hvítri innréttingu í kringum vask.
Gólfflísarnar gefa baðherberginu smá shabby chic fíling og eins trappan sem notuð er sem borð. Yndislega kósí og rómantískt baðherbergi.
Eldhúsið er á einum vegg og fær múrinn að njóta sín í kringum eldhúsinnréttinguna. Stálinnréttingar falla vel við iðnaðarhúsnæðið og eru líka í stíl við bitana í loftunum. Ótrúlega töff eldhús með risa karakter!
Gróf hönnun með rómantísku ívafi..kemur ótrúlega vel út!
_______________________________________________________________
xox Guðrún… fylgist með mér á facebook
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.