Þessi fallega íbúð er rétt við Gautaborg í Svíþjóð og er kvenleg, norræn og smekkleg.
Stíllinn er léttur og fallegur. Mjög módern en í senn með áhrifum frá Shabby chic stílnum þar sem gamlir hlutir eru gerðir upp á rómantískan hátt og blandað saman við hið nýja.
Gólfin eru hvíttbæsaðir parketplankar og veggirnir eru hvítir með smá veggfóðri að hluta til, kemur skemmtilega út og hleypir smá auka karakter í íbúðina. Annars er hún mjög björt, fallegir stórir gluggar í stofunni og hvíta eldhúsinnréttingin gefur vissulega góða birtu líka.
Í svefnherberginu er einn veggurinn úr bæsuðum við og kemur það mjög vel út. Herbergið er hlýlegt og einstaklega kósý.
Skemmtilegt skandínavískt augnakonfekt á ferð..
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.