Þessi ofur fallega risíbúð er staðsett í Vasastan, Svíþjóð
Þarna sjáum við mikið af fallegum litum. Bleikir hægindarstólar og grænir eldhússtólar á móti gulum vegg í eldhúsi. Gjörsamlega æðislegt alveg! Guli veggurinn á milli innréttinganna í eldhúsinu er veggfóður. Yfir veggfóðrinu er svo gler þannig að þegar ljósið skín á glerið þá æpir liturinn hreinlega á mann.
Eins finnst mér dúkurinn á ganginum ferlega flottur en þetta er svona 70s dúkur sem fáir þora að nota í dag en er samt svo retro og töff. Setur óneitanlega stóran karakter inn í þessa fallegu íbúð. Búið er að gera upp baðherbergið og inn af því er einnig sauna og þvottahús. Minimalisminn ræður þar ríkjum og útkoman er hreint frábær. Létt og falleg.
Skemmtileg íbúð þar sem litum og munstrum er raðað upp á töff máta!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.