Þetta heimili er stútfullt af hamingju, gleði og þægindum!
Litirnir eru í fullkomnu jafnvægi og allir krúttlegu fylgihlutirnir eru þægilegir og smart. Fataherbergið er svo algjörlega ‘to die for’ og ekki má gleyma eldhúsinu. Eldhúsið er með mjög litríku veggfóðri og glerhurð sem skilur á milli eldhús og borðstofu.
Íbúðin er frekar lítil enda býr þar bara ein ung kona, en hún kann að koma stíl sínum vel frá sér. Takið eftir ljósakrónunum inn á baðherberginu, veggskreytingunum, dásamlegu borðstofustólunum…já eða bara allri heildinni.
Mjög vel gerð íbúð fyrir unga konu á framabraut!
__________________________________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.