Skemmtilegt að sjá muninn á milli karlmannlegrar íbúðar og svo kvenlegrar íbúðar
Í þessari fallegu íbúð býr kona á besta aldri sem er búin að koma sér vel fyrir með léttum og nútímalegum húsgögnum. Íbúðin er í húsi sem er byggt í kringum 1900 og nær hún að draga fram alla þá gullmola sem íbúðin skartar. Til dæmis múrvegginn, en hann er málaður hvítur og gefur rýminu einstakan karakter og sjarma. Íbúðin skartar einnig mjög fallegum gluggum og nýtur dagsljósið sín vel. Hátt er til lofts en það gefur íbúðinni extra sjarma.
Húsgögnin og listaverkin eru vel valin, bæði nútímaleg og klassísk. Hrifnust er ég nú samt af baðherberginu inn af svefnherberginu, það er svo tímalaust og fallegt. Málverkið setur svo punktinn yfir i-ið.
Algjör sjarmör þessi fallega íbúð
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.