Kirkjan Westbourne Grove var byggð árið 1853 og er staðsett í Notting Hill hverfinu í London.
Nú hefur húsið fengið nýjan tilgang en búið er að endurhanna bygginguna sem einbýli. Brjáluð fegurð, gluggarnir fengu að halda sér óbreyttir og þeir eru vægast sagt gordjöss. Útsýnið skemmir heldur ekki…en það er útsýni yfir í Burberry…eitt helsta tískutákn Bretlands!
Bleikur og fjólublár litur voru að mestu notaðir til að brjóta upp normið og gefa húsinu nútímalegan sjarma í bland við gamla arkitektúrinn á byggingunni sjálfri. Kemur ótrúlega vel út! Takið líka eftir stiganum á milli hæðanna en hann er úr gleri. Lýsingin er stórkostleg, bæði hönnunin á ljósunum og eins veita gluggarnir sérstaka og fallega lýsingu.
Sjáið baðherbergið með bláu horngluggunum, þetta er bara snilld rómantíkunnar. Þvílík huggulegheit!
Þetta hús er bara of gott til að vera satt…það er svo fallegt. Konfektmolar augans hvert sem þú lítur…
________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.