Sumarið er komið! Ójá og þá er sko tilefni til að kíkja í búðir og sjá allar þessar líka smart vörur sem bráðvantar!
Já alveg bráðvantar til að gera pallinn, svalirnar eða garðinn sem huggulegan og fínan. Enda ætlar sólin að skína á okkur landsmenn í allt sumar, segi ég og skrifa!
Ég kíkti í nokkrar búðir og fann auðvitað alveg helling sem mig vantar á pallinn minn. Stóla og borð (stundum þarf jú að endurnýja) og ótrúlega flott úrval af púðum og pullum. Svo ég tali nú ekki um blómapottana, jurtapottana og eldstæði. Eldstæði eru gríðalega vinsæl erlendis og nú getum við hérna á fróni einnig fengið okkur svona fínerí og notið þess að sitja lengur á pallinum okkar, bara langt fram eftir ef því er að skipta. Smellum bara einu eldstæði niður og hlýjum okkur.
Ég byrjaði í Rúmfatalagernum og kíkti á húsgögn. Þar sá ég þessa stóla og borð. Verðið kom á óvart, stóllinn er á 9.990.- og borðið er á 29.990.- Frábær litur á bæði borðinu og stólnum, svo er alltaf hægt að nota allskonar púða og pullur í stólana til að fríska húsgögnin upp og færa smá lit inn í tilveruna.
Úrvalið á púðum er hreint ótrúlegt í dag, ég sá mjög flotta púða í Pier, Ilvu og IKEA. En gaman er að hafa nóg af púðum, helst í sitthvorum litunum og skapa smá karakter í garðinn með þeim.
Þessi púði er bara sjúklegur! Bronz púðinn er frá Ilvu og kostar litlar 6.990.-krónur. Hann er eiginlega nauðsyn, veit nú ekki hvort ég tími honum út á pall í sumar en hann er nauðsyn í stofuna mína fyrir sumarið.
Þessi tveir fást í The Pier og eru frá 2.990 -3.990.- fást í mörgum öðrum litum en ég er pínu mikið hrifin af túrkis litnum, hann er eitthvað svo glaðlegur og flottur og passar vel við brúna og gráa tóna.
Þessi elska býr í IKEA en fljótlega flytur hann þó heim til mín, hann er algjört æði og passar fullkomlega með öðrum púðum í lit. Hann kostar 1.990.-
Þá er það eldstæðið! Þessi snilld fæst í Ilvu og er fullkominn á pallinn eftir að börnin eru sofnuð og fólki langar að taka smá spjall úti í sumarnóttinni við brakandi eld og kannski rauðvín í fallegu glasi. Já þetta er eitthvað til að hugsa um!
Ilva selur líka þessa sætu bakka, þeir fást í nokkrum stærðum og fyrir mér eru þeir eiginlega algjör nauðsyn fyrir sumarið. Enda þarf maður bakka til að bera köldu drykkina út á verönd og það með stæl. Þeir fást á verðinu 1.495.- 2.495.- sem er gjöf en ekki gjald!
Síðast en ekki síst eru það þessir fallegu pottar undir allar jurtirnar sem ég ætla að rækta í sumar svo ég geti matreitt matinn minn eins og heimskokkur. Þessir pottar eru þrír saman og kosta 1.495.- í Ilvu.
Svo er bara að skella sér í Garðheima eða Blómaval, kaupa falleg pottablóm og jurtir til að rækta. Þá er þetta bara fullkomið! Algjör paradís heima í garði.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.