Þegar arkitektar taka mið af náttúrunni og notast við hana eftir fremsta megni í byggingum verður útkoman oftar en ekki vel heppnuð.
Það er tilfellið í þessu fallega húsi í Uruguay sem þarlendur arkitekt, Martin Gomez hannaði. Húsið kallast fallega á við náttúruna og allt þarna er hugsað til enda. Bæði húsgögn og annað sem tengist bæði innviðum og umhverfi.
Yang orkan er sterk í þessu húsi en hún er tengd við það jarðlega og karlmannlega. Líklegast myndi stór appelsínugulur blómvöndur gefa skemmtilegt mótvægi en engu að síður er þetta einstaklega vel heppnað hús bæði að innan sem utan og eflaust dásamlegt að slaka þarna á með fjölskyldunni í góðu fríi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.