Stíllinn er hrár…smá “messí” og grófur samt virkar þetta fullkomlega.
Í þessari íbúð býr ungur einstæður maður. Vinnusvæðið hans er fyrir ofan rúmið og stiginn upp að vinnusvæðinu er það sem kallast fljótandi. Lýsingin er mjög góð og takið einnig eftir lýsingunni undir rúminu! Frekar smart.
Stór gróf málverk, iðnaðarskilti, hangandi hjól… allt mjög karlmannlegt. Þetta er engin pempíu íbúð. Eldhúsið er opið og bjart, engin óþarfa geymsluskápar þar á ferð. Allt einfalt og auðvelt. Mega smart strákaíbúð og greinilega algjör töffari sem býr þarna.
Hafðu samband við Mio design ef þig vantar aðstoð við að gera íbúðina þína karlmannlega og svala…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.