Arkitektastofa Steve Domoney í Melbourne Ástralíu hannaði þetta fallega hús á dögunum.
Húsið er einstaklega fallegt en það er líka mjög minimalískt og kalt. Ekki er hægt að sjá að fjölskylda búi þarna, engar myndir, ekkert persónulegt og allt sterílesað en það er það sem margir leita af fyrir sitt heimili. Misjafn er manna smekkur eins og sagt er.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta einstaklega falleg hönnun en ég lít á þetta sem listaverk frekar en hús til að búa í. Fegurðin er í formunum, litasamsetningunum og ljósahönnuninni. Birtan í garðinum er vel hönnuð og falleg enda nýtur sundlaugin sín vel í garðinum. Þetta er algjör draumastaður… en fyrir minn smekk vantar smá af persónulegum sjarma þarna inn.
Eins og við vitum flest þá skiptir fjölskyldan okkur höfuðmáli og öllum þarf að líða eins og heima hjá sér, en ekki inn á safni eða ljósmynd.
Samt er þessi hönnun hrein unun að horfa á….
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.