Oftast er fólk með myndir og málverk á veggjunum heima hjá sér en á þessu heimili eru nánast engar myndir eða málverk. Þarna fá viðurinn, múrsteinarnir og kalklitaðir veggir að njóta sín.
Kalklitaðir veggir njóta vaxandi vinsælda enda mjög fallegt að mála einn, tvo eða jafvel þrjá veggi í íbúðinni með þessum frábæru litum. Veggirnir líta út fyrir að vera óunnir og hráir en gefa heimilinu þennan skemmtilega sjarma. Sérstaklega þegar fallegur viður, háglans hvítar innréttingar eða múrsteinar eru í kringum þá.
Ótrúlega töff íbúð með mörgum áherslum sem vert er að spá í ef manni langar í breytingar á heimilinu sem kosta ekki mikið.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.