Húsgagnahönnuðurinn Jimmie Martin og ljósmyndarinn Rick Schultz búa í þessari listrænu íbúð í Bayswater í London.
Þrátt fyrir að íbúðin sé leiguíbúð hafa þeir gert hana upp eftir sínum smekk. Innanstokksmunirnir eru nokkurs konar bland í poka, sumt er verslað í Habitat eða IKEA og annað hafa þeir fundið á antík mörkuðum eða eru jafnvel gersemar sem þeir hafa keypt á ferðalögum.
Flest af innbúi þeirra var hannað af Jimmie Martin og ljósmyndirnar af íbúðinni eru allar teknar af Rick.
Hér eru linkarnir þeirra:
http://www.jimmiemartinandmccoy.com
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.