Elrod House, hannað af John Lautner, er eitt af frægustu húsum heims og er nú til sölu. Húsið hefur verið myndað fyrir flest öll helstu hönnunartímarit heims og notað fyrir ótal margar kvikmyndir en sú frægasta er líklega James Bond myndin “Diamonds are forever” frá 1971.
Húsið er í ótrúlega skemmtilegum fönky stíl sem fær enn njóta sín þrátt fyrir að búið sé að breyta því eitthvað á þessum árum. Það er byggt á stað þar sem mikið er um stórt grjót og fær það að njóta sín inn í húsinu og kemur ótrúlega vel út. Gróft og töff. Stofan er byggð í hringlaga formi og hægt er að renna gluggunum frá þannig að stofan breytist í útistofu á augabragði með útsýni yfir fjallagarða Californiu. Þvílík dásemd!
Húsgögnin eru mörg hver sérsmíðuð því rýmið er extra stórt og þurfa húsgögnin því sinn sérstaka sjarma til að falla inn í umhverfið.
Master svefnherbergið er eins og sér heimur það er svo ævintýralega flott. Mjög rúmgott og stóru steinarnir fá að njóta sín ótrúlega vel. Gestahús er við hliðina á aðalbyggingunni og einnig er stór þjónustuíbúð en öll eru þau með sér líkamsræktarstöð.
Það er óhætt að segja að maður fái nettan “Bond” fiðring við að skoða þessar myndir. Næsta skref er að skella Martini í glas “shaken – not stirred”
Njótið myndanna…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.