Morten er yfirhönnuður VIPP sem framleiðir meðal annars dýrar vörur fyrir eldhús og baðherbergi.
Morten og Kristine kona hans hafa komið sér fyrir í fallegu húsi sem áður var iðnaðarbygging. Þau hafa gert húsið upp á afar fallegan máta, nota náttúrulega tóna sem skapa mikla ró og kyrrð. Glæsileikinn er allsráðandi í öllu húsinu og gaman að sjá hvernig þau stílfæra hlutina.
Baðherbergið minnir helst á lúxus spa en þar eru gráu tónarnir á móti hvítu ásamt dass af grófum við. Kemur ótrúlega vel út og bara fallegt. Eldhúsið er stórkostlegt, stærðin á því er bara himnesk. Væri nú ekki slæmt að elda þarna í faðmi fjölskyldunnar. Hlöðnu viðarkubbarnir við hliðina á kamínunni eru líka fallegir, gefur rýminu smá rómantík og hlýleika.
Falleg hönnun á gömlu húsi!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.