Morten er yfirhönnuður VIPP sem framleiðir meðal annars dýrar vörur fyrir eldhús og baðherbergi.
Morten og Kristine kona hans hafa komið sér fyrir í fallegu húsi sem áður var iðnaðarbygging. Þau hafa gert húsið upp á afar fallegan máta, nota náttúrulega tóna sem skapa mikla ró og kyrrð. Glæsileikinn er allsráðandi í öllu húsinu og gaman að sjá hvernig þau stílfæra hlutina.
Baðherbergið minnir helst á lúxus spa en þar eru gráu tónarnir á móti hvítu ásamt dass af grófum við. Kemur ótrúlega vel út og bara fallegt. Eldhúsið er stórkostlegt, stærðin á því er bara himnesk. Væri nú ekki slæmt að elda þarna í faðmi fjölskyldunnar. Hlöðnu viðarkubbarnir við hliðina á kamínunni eru líka fallegir, gefur rýminu smá rómantík og hlýleika.
Falleg hönnun á gömlu húsi!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.