Allar tískudrósir ættu að kannast við hana Rachel Zoe sem er stílisti stjarnanna í Hollywood.
Hún hefur tekið allskonar smekkleysingja í þjálfun til sín og varð meðal annars þekkt fyrir að taka dekurrófuna hana Nicole Richie í gegn með góðum árangri.
Rachel heldur úti raunveruleikaþætti sem kallast The Rachel Zoe Project. Í einum þáttanna sást hún flytja inn á nýtt heimili sem lítur svona út… flestum kom á óvart að þau hjónin skyldu velja sér svo hefðbundið heimili í amerískum sveitastíl en svona breytast stundum áherslurnar þegar fólk fær börn.
Heimilið er hið flottasta og stíllinn hreinlegur og flottur. Stórir speglar og hvítur Chesterfield sófi...

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.