Leikkonan Courteney Cox hugleiddi að mennta sig í arkitektúr en datt inn í frama á annan hátt. Hún keypti gamalt hús á Malibu og gerði það upp eftir sínu höfði ásamt arkitektinum Michael Kovac og unnu þau verkið vel.
Útkoman er þetta nýuppgerða hús í Malibu, stílhreint og sérlega fallegt. Ég elska allar dyrnar með glergluggunum og svarta rammanum og skiptir ekki máli hvort þær eru opnar eða lokaðar -þú sérð alltaf útsýnið yfir hafið, tennisvöll, kvikmyndasal og sundlaug með sjávarvatni.
Svart-hvít litapalleta var valin sem grunnur en hún verður hlýleg þar sem viður er í húsgögnum og náttúran sést vel. Húsgögnin eru einnig sérlega vel valin inn á heimilið. Útipallurinn og djúsi garðhúsgögnin eru stórkostleg.
Algerlega fullkomið hús og ég hefði ekkert á móti því að eiga þetta heimili, gæti flutt inn núna!
Ljósmyndir: Simon Upton fyrir Elle Decor
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.