Þessi íbúð er klárlega ein af mínum uppáhaldsíbúðum þarna mætast svarti og hvíti liturinn og það er fullkomið jafnvægi í fylgihlutunum.
Takið eftir öllum vösunum og þessum gullfallega glugga sem gefur íbúðinni stóran og flottan karakter. Hvert rými fyrir sig er algjörlega fullkomið að mínu mati. Dásamlegt jafnvægi á milli húsgagna, myndaramma, vasa og málverka.
…Njótið myndanna…

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.