Með þennan endalausa vetur hangandi yfir okkur er ekkert betra en að skoða fallegar myndir af litríkum íbúðum og vona að vorið fari bráðum að koma.
Þessa þriggja hæða íbúð er að finna í vestur Amsterdam en útkoman er lokaafurð hjónanna Rick og Linsey sem ákváðu að taka íbúðina alveg í gegn saman. Þau töluðu um að það sem kom þeim mest á óvart varðandi verkefnið var hversu oft þau voru sammála um hvernig þau vildu hafa hlutina.
Smáatriðin í þessari íbúð eru mjög skemmtileg, gamalt í bland við nýtt á töff hátt. Mjög fallegt.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com