Hér fáum við að líta inn í alveg ótrúlega fallega og smart íbúð sem er staðsett hvar annarsstaðar en í Svíþjóð.
Fallegur húsbúnaðurinn dregur fram það besta í íbúðinni. Mildir litir í skrautmunum lífga upp á annars hvíta og svarta þemað.
Speglaveggurinn í stofunni heillar alveg rosalega og kemur mjög flott út. Fallega málaðar myndir eru hengdar upp með einföldum klemmum. Gamaldags kertastjökum er raðað saman á stofuborðið og þannig koma þeir inn með öðruvísi stemmingu en passar vel við nýtískulega húsið.
Það er alveg mjög góð lýsing inn í eldhúsinu, tvöföld ljósalengja í loftinu og önnur undir innréttingunni, eitthvað sem myndi virka vel í skammdeginu á Íslandi. Myndirnar í eldhúsinu passa mjög vel með svörtu eldhúsinnréttingunni.
Á heildina er litið þá er þetta virkilega smart íbúð, einföld, ekkert of mikið af dýrum skrautmunum heldur bara falleg blóm og leyfa hlutunum sem eru fyrir að virkilega njóta sín. Alveg að mínu skapi!
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com