Abigail Ahern er innanhússhönnuður sem býr í London. Ég rakst á þessar myndir af heimili hennar en það er einstaklega kósý og sjarmerandi…
…Það segir sig kannski sjálft að heimili innanhússhönnuðar er uppfullt af skemmtilegum hlutum og lausnum og allt er í tipp topp ástandi. Heima hjá Abigail er mikið um dökka veggi og stóra og þunga hluti í bland við ‘sixtísleg’ húsgöng og stofuftáss.
Allt þetta virkar rosalega vel á móti risastórum gluggunum og skemmtilegri lýsingu sem einkennir heimilið.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að sjá kósý stofuna, alla skemmtilegu lampana og sæta hundinn hennar svo eitthvað sé nefnt…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.