Gærur minna mig óneitanlega mikið á myndina “Stella í orlofi”
En ég ætlaði nú ekki að tala um þá mynd núna heldur sýna ykkur myndir af fallegum gærum og skinnum. Gærur og önnur dýraskinn geta breytt húsgögnum, stofum, svefnherbergjum og fleiri rýmum svo um munar. Stofan verður hlýlegri og tilvalið að draga inn gæruna þegar hausta fer en hvíla hana svo á sumrin. Þannig ertu komin með smá breytileika heima hjá þér á milli árstíða. Gærurnar fást m.a. í Rammagerðinni og versluninni Geysi á Skólavörðustíg.
Gærur, kertljós, arineldur og heitur kaffibolli er allt sem þarf til að skapa hina fullkomnu stemningu á rómantískri kvöldstund.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.