Við eigum ekki allar snyrtiborð þar sem við getum raðað ilmvötnum og skartgripum á…
Svo lausnin er að fá sér bakka til að setja ilmvötnin á, setja þau fallega upp á bakkann og jafnvel nokkur hálsmen í kring. Eða eitt til tvö ilmvötn, uppáhalds hálsmenið, uppáhalds skóna okkar (háu fínu hælana sem við notum alltof sjaldan) og setja á bakka.
Bakkinn getur verið silfurbakki, gamall kökudiskur sem þú finnur inn í eldhússkáp eða jafnvel myndarammi sem þú snýrð við og býrð til bakka úr.
Svo er bara að raða hlutunum sínum fallega upp og setja síðan bakkann á næstu kommóðu, hillu eða inn á baðherbergi. Ég get lofað ykkur því að útkoman verður flott og falleg.
Kíktu á myndirnar til að fá hugmyndaflugið af stað….
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.